Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2008 | 11:26
Heitt og kalt
Heitt:
- Ný stjórn Vöku
- Gamlir vökuliðar sem eru alltaf til að hjálpa
- Fara í matarboð til bekkjabróður og hann sér um að elda allan matinn á meðan kæró situr að spjalla við
mig. (ánægð með þig Þorgils)
- Man.utd áfram á meistaradeildinni
- Fyrirhuguð New York ferð
- Hnoðmör
- Mamma, pabbi og amma gamla að koma til mín í borg óttans yfir helgina :)
Kalt:
- Brotið á Eduardo
- Ályktun jafnréttisráðs Hí vegna Grímsins
- Veðrið
- Bensín
- Hvað ég er mikið eftir á í skólanum :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 01:47
Ísland í dag
Sunnudagskvöld klukkan 22:00
,, Nú eru bara 2 tímar í nýtt kortatímabil"
Á maður að hlæja eða gráta þegar maður heyrir þetta ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2008 | 11:42
Stúdentar - Kjósið !!!
Jæja kæru stúdentar, nú er komið að því. Tækifæri til að hafa áhrif á það hversu öflug hagsmunabarátta stúdenta verður næsta árið. Með því að setja X við A ertu að velja virkt framkvæmdaafl, öflugt fólk, trúverðugt félag og landspólitíkina út úr stúdentaráði.
Allar upplýsingar inn á www.vaka.hi.is
Svo er líka er líka mjög svo skemmtilegt myndband inn á Hérna
Koma svo, setjum X við A - fyrir vöku, fyrir stúdenta, fyrir þig og svo mig líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 17:42
Kareokee ???
Jæja...
Getur einhver sagt mér hvernig ég endaði í kareokee 2 kvöld í röð ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 00:07
herre gud...
Bara úfff......
Boðskapur dagsins:
- Stundum kemur fólk þér illa á óvart, fólk er fífl
- Stundum kemur ótrúlegast fólk þér skemmtilega á óvart og bjargar deginum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 14:22
Deginum bjargað.....
Skemmtilegt video getur bjargað heilum degi í prófatíð...
Video-ið má finna hér !!!
Kærar þakkir til starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 02:07
Semí sátt...
Þrátt fyrir prófin er ég frekar sátt í dag...
Í gær fór ég upp í bústað til Ívars bróðurs og þar var kominn saman góður hópur, humar og lamb í matinn, heitur pottur og næturvaktarmaraþon, já við fórum í gegnum alla þættina, ekki slæmt það.
Í dag vann United á Anfield, tæpt á köflum en samt góður sigur. Verst að Arsenal vann líka, jafntefli eða sigur Chelsea hefði verið skárra....
kvitti kvitt
e.s
Ætli Ólafur Ragnar hafi fengið frasan ,,er lægð yfir landinu?" frá Gísla Óskars? Hann notaði þetta óspart þegar hann kenndi mér í grunnskóla, sagðist sjá það á hegðun okkar hvort það væri að koma lægð yfir landið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007 | 16:30
Lýðræði og fjölmiðlar
Í prófatíð hef ég þann sið að taka mér pásu inn á milli og taka smá "bloggrúnt". Þessi rúntur var einstaklega skemmtilegur í dag því þar rakst ég á þessa snilldar bloggfærslu...
HÉRNA bloggar Tryggvi vinur minn endilega tjékkið á þessu....
kvitt.... maría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2007 | 15:27
Þetta skrítna líf....
Í gær bauð ég gömlum bekkjarbróður mínum í mat, hann átti afmæli og fjölskyldan hans er öll í eyjum. Mér fannst því gott að geta boðið honum í mat og átt gott spjall, það er líka frekar leiðinlegt að vera einn á afmælisdeginum.
Í dag hefði gömul bekkjarsystir mín orðið 21.árs, hún lést af slysförum fyrir 4 árum.
Maður ætti kannski að hætta kvarta og kveina yfir öllu saman. Undanfarið hefur það aðallega verið prófin, maður er á haus og klárar ekki fyrr en 21.des og nær rétt svo örlitlum jólaundirbúningi með fjölskyldunni, vá hvað ég á "bágt". Á meðan aðrir hafa misst ástvini, eiga vart efni á því að halda jól (þá er ég EKKI að tala um þá sem geta ekki keypt jólagjafir fyrir tugi þúsunda), eiga við sjúkdóma að stríða o.fl
Í dag ætla ég að vera þakklát fyrir allt sem ég hef...
Elsku Anna Ragnheiður, ég sakna þín....
Farið varlega í umferðinni - það borgar sig !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 02:27
Byrjuð aftur ???
Ég held það sé ótrúlega óskynsamlegt að byrja blogga aftur, í prófatíð...
ég ætla samt að gera það !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
Tenglar
Favorites
- Eyjafréttir
- Fótbolti.net
- Vefritid
- Deiglan
- VAKA mín Vaka Félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- Pysjurnar Vinkonurnar úr eyjum