5.4.2007 | 21:13
ótrúlegt....
Sem mikill knattspyrnuaðdáandi skil ég ekki að fólk skuli ganga svona langt....
Bretar hafa verið stimplaðir sem einhverjar bullur en þeir eru ekki sér á báti.... Svo er spurningin, er þetta verra á milli félagsliða heldur en landsliða ?
Ætla mér að fullyrða að þannig sé málunum t.d háttað í Skotlandi.
Þar fer maður á lansleik, klæðir sig í bláa búningin, fer á pöbbinn fyrir leik, sötrar bjór, skellir sér á leikinn og syngur "Oh flower of Scotland", "We'll be coming" o.fl lög stanslaust í 2 tíma. Allir glaðir og léttir í lund. Og sama hvernig leikurinn fer þá er fólk mætt til þess að styðja sitt lið.
Ef þú hins vegar ferð á leik hjá Celtic og Rangers. ÚFF..... Þar skaltu ekki vera einn á göngu merktur þínu liði, þá skaltu halda þig í stórum hóp, fjarri andstæðingunum. Lögreglan er á verðbergi allan tímann, slagsmál brjótast út fyrir leik, á meðan leik stendur og eftir leik. Hver er ánægjan í því ?
Tek það samt fram að ég geri mér grein fyrir því að trúmál blandast oft inn í deiluna hjá Celtic og Rangers. Og að lögin sem að Skotarnir syngja um Englendingana eru ekki beint vinsamleg.
Svo að lokum viðurkennist það að ég sé landsleiki hjá skoska landsliðinu í hyllingum. Enda fáránlega mikil skemmtun.....
Stuðningsmaður Manchester United alvarlega slasaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
Tenglar
Favorites
- Eyjafréttir
- Fótbolti.net
- Vefritid
- Deiglan
- VAKA mín Vaka Félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- Pysjurnar Vinkonurnar úr eyjum
Athugasemdir
góður punktur....
María Guðjóns, 6.4.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.