25.4.2007 | 01:56
Hversu vel þekkir þú vini þína ???
Í haust kynntist ég ungum dreng, hann er stjórnmálafræðinemi, ótrúlega sætur, spilar á gítar, hress, málefnalegur, klæðist rollu, stelputryllir, þetta er íþróttamaðurinn sjálfur Kristján Freyr Kristjánsson !!!
Í sakleysi mínu trúði ég að hann kæmi til dyranna eins og hann er klæddur en í kvöld komst á að sannleikanum, hann beit mig fast í rassinn, ég er ennþá sár.
Í sakleysi mínu ákvað ég að sýna msn-heiminum hvað ég ætti frábæran vin, hann Kristján, og display myndin mín var þessi
(Þetta er btw mynd frá kvöldinu er ég vann Krissa í Meistaranum )
En nóg með það, til mín kemur vinur frá liðinni tíð og spyr:,, Er þetta MURK-KRISSI?" ég bregst ókvæða við og segi viðkomandi að Krissi sé sko enginn murkari og algjör gæðasál. Forni vinur minn gefst ekki upp og segist viss um að þetta sé hinn eini sanni MURK-KRISSI !!!
Hann segir mér frá því að þetta sé einn frægasti CS'ari sem Ísland hefur alið af sér, hann hefði verið með honum í "Clani" en reyndar ekki þegar Krissi var upp á sitt besta. Nú hélt ég að hann væri að tala um einhvern annan Krissa, en sagan hélt áfram. Því að MURK-KRISSI var fáránlega góður strat-caller, hann var uppá sitt besta fyrir 5 árum en svo hættu 2 bestu gaurarnir í liðinu hans og þá var allt downhill from there. Þegar hér var komið var ég á báðum áttum, Krissi hafði aldrei minnst á CS en það að eitthvað sé "downhill" hjá honum í keppni er eitthvað sem ég kannast mjög vel við.
Ég bað um sönnun og fékk hana.....
Þarna er STÓRvinur minn Kristján Freyr ,sem ég mun í framtíðinni kalla MURK-KRISSA, að taka við verðlaunum á Skjálfta. Hann er 3. frá hægri.
Mér finnst sem ég hafi verið svikin, sagt að eitthvað sé súkkulaði þegar það er í raun bara ****** !!
Um bloggið
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
Tenglar
Favorites
- Eyjafréttir
- Fótbolti.net
- Vefritid
- Deiglan
- VAKA mín Vaka Félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- Pysjurnar Vinkonurnar úr eyjum
Athugasemdir
Ákaflega skemmtileg færsla,
Þórður Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 04:17
Þetta er bara fyndið. Já, skemmtilegir brandarar í byrjun. Sindri, ég mæli með því að þetta verði á dagskrá næsta Hnefaþings.
Reynir Jóhannesson, 25.4.2007 kl. 11:25
hahaha þetta er bara snilldarfærsla maría! ;)
Berglind (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 11:49
Þetta er besta bloggfærsla sem ég hef lesið í marga mánuði
Siggi Örn (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:03
Vá, þetta skemmti mér mjög vel í leiðinlegum próflestri :) Takk Krissi!
Hanna Rut (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:15
Haha mér fannst þetta skemmtilegt þó ég þekki ekki viðkomandi. :)
Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 15:24
Hahh! Snilld..
Björn Patrick Swift, 25.4.2007 kl. 15:31
Vá ég er sátt, meira að segja Sigurður Örn kommentar og það gerist nú sjaldan Krissi no hard feelings.... gat ekki sleppt þessu djóki !!! MURK-KRISSI !!!
María Guðjóns, 25.4.2007 kl. 18:50
Hahaha, snilld! Spurning hvort maður ætti að reyna að bæta aðeins við þetta og grafa upp gamlar myndir af MURK-KRISSA í grunnskólaskákinni back in the days....
Andri Heiðar Kristinsson, 25.4.2007 kl. 23:03
Héðan í frá verður Krissi bara kallaður Murk-Krissi, eða Murkurinn eða einhverri annarri afbökun á þessu af mér.
Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 21:07
Andri, ég er viss um að það eru til margar SKEMMTILEGAR myndir af Krissa frá skákárunum.... ég treysti mér reyndar ekki í þær að svo stöddu....
Grétar, ánægð með þig. Nú getur maður alltaf hótað því að senda MURKARANN á fólk sem er með stæla !!! SNILLD !!!
María Guðjóns, 27.4.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.