Þetta skrítna líf....

Í gær bauð ég gömlum bekkjarbróður mínum í mat, hann átti afmæli og fjölskyldan hans er öll í eyjum. Mér fannst því gott að geta boðið honum í mat og átt gott spjall, það er líka frekar leiðinlegt að vera einn á afmælisdeginum.

Í dag hefði gömul bekkjarsystir mín orðið 21.árs, hún lést af slysförum fyrir 4 árum. 

Maður ætti kannski að hætta kvarta og kveina yfir öllu saman. Undanfarið hefur það aðallega verið prófin, maður er á haus og klárar ekki fyrr en 21.des og nær rétt svo örlitlum jólaundirbúningi með fjölskyldunni, vá hvað ég á "bágt". Á meðan aðrir hafa misst ástvini, eiga vart efni á því að halda jól (þá er ég EKKI að tala um þá sem geta ekki keypt jólagjafir fyrir tugi þúsunda), eiga við sjúkdóma að stríða o.fl

Í dag ætla ég að vera þakklát fyrir allt sem ég hef...

 

Elsku Anna Ragnheiður, ég sakna þín....

005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Farið varlega í umferðinni - það borgar sig !!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Já heil sé minningu Önnu Ragnheiðar, topp stelpa sem ég er ekki í nokkrum vafa um að er á betri stað.

Knúsaðu Þorgils frá mér (reikna með að þetta hafi verið hann)

 RSPCT

já og takk fyrir fallegt komment.

Tryggvi Hjaltason, 5.12.2007 kl. 05:58

2 identicon

Fallegt hjá þér María mín!

Já við ættum að hætta að vera væla yfir smámunum og gefa meira af okkur :*

Hildur (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag

Höfundur

María Guðjóns
María Guðjóns
Pysja með meiru...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • skotland-egyptaland-noregur 050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband