Færsluflokkur: Bloggar

Bitin í rassinn af ellinni....

Jæja nokkuð sem ég vill koma á framfæri

  •  Málþing Vöku síðastliðinn fimmtudag gekk ótrúlega vel Grin Fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkunum mættu, Egill Helga stóð sig mjög vel, mæting var góð og skemmtilegar umræður sem fóru af stað. Vill bara þakka öllum sem komu á málþingið.
  • Hafnfirðingar höfnuðu  stækkun álversins, ég hef svo sem ekkert mikið um það að segja enda var ég ekki búin að kynna mér málið nógu vel til að taka afstöðu með eða á móti. Finnst samt alveg magnað að heyra Guðfríði Lilju tala um þetta í Silfrinu í dag. Konan talar eins og heilaþveginn meðlimur í sértrúarsöfnuði. Hver segir að þessi 50,03 % sem kusu á móti séu alfarið á móti álvæðingu ? Er ekki möguleiki að hluti af þessu fólki hafa bara einfaldlega ekki viljað álver í bakgarðinn hjá sér? Hver segir að allt þetta fólk sé á móti núverandi ríkisstjórn ? Er alltaf sama sem merki á milli þess að vera í stjórnarandstöðu og á móti stóriðju ? Er fólki í alvöru raðað í hópa eins og litlum leikföngum ?
  • Er orðin svo þreytt á þessari einfeldni. Ef þú ert ekki með þá ertu á móti ! Annað hvort ertu femínisti eða kvennhatari, á móti klámi eða klámhundur, grænn eða grár....
  • Vill hrósa menntamálaráðherra og fleirrum fyrir að koma á jöfnunarsjóði vegna ferðakostnaðar íþróttafélaga. Á eftir að auðvelda rekstur íþróttafélaga á landsbyggðinni.
  • Vill óska skáksveit Grunnskóla Vestmannaeyja til hamingju með Íslandsmeistartitilinn. Frábært að heyra svona jákvæðar fréttir úr eyjum. Til hamingju strákar.
  • Enn eitt ár bætist í safnið í dag. Er sem sagt orðin 21 árs og dagurinn í dag verður heldur betur frábrugðinn síðasta afmælisdegi. En þá sat ég á strönd á Sharm El Sheik, drakk bjór og horfði á sólina setjast yfir Rauðahafinu. En í dag mun ég sitja yfir lögfræðibókum á Þjóðarbókhlöðunni. Já lífið er ekki alltaf sanngjarnt, en ég get svo sem ekki kvartað.
  • skotland-egyptaland-noregur 050

          Þetta útsýni hafði ég úr hótelherberginu mínu í Egyptalandi...

 

  • Fer til eyja á morgun og verð fram yfir páska Grin

Scrabble....

Fyrir þau ykkar sem hafa ekki fengið að kynnast Ze Frank...

 

http://www.zefrank.com/theshow/archives/2006/11/112706.html

 

W00tW00tW00t


Ég ætla að fá eina lessu takk....

Í kvöld stendur jafnréttisnefnd SHÍ fyrir ,,Lifandi bókasafni" á stúdentakjallaranum.

Mér finnst þetta töff, hefði reyndar viljað sjá fleiri auglýsta til útláns, enda fordómar miklir í samfélaginu og af nógu að taka en einhvers staðar verður þetta að byrja og byrjunin er flott....

Til útláns eru....

  1. Ég hugsa eins og þið - líkamlega fjölfatlaður einstaklingur
  2. Stafarugl -  lesblindur einstaklingur
  3. Ég er öruggur með  karlmennsku mína  -  karlkyns femínisti
  4. Minn tími er kominn - kvenkyns femínisti
  5. Mannkynhneigð - tvíkynhneigður einstaklingur
  6. Ég á engan trukk - lesbía
  7. Ég er ekki kynhneigðin ein - hommi
576_Rasist,%20hehe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Vonandi verða fleiri til útláns ef að þetta gengur vel í kvöld...

Og svona í lokin....

Hvað er málið með hi-nem póstlistann ? Maður er farin að fá þónokkra pósta á dag...

 

Jæja, er farin að rústa strákunum í spriklinu... Grin


Jákvæðar fréttir.....

Nú berast jákvæðar fréttir úr íþróttaflóru eyjanna

Eftir að m.fl kvenna í knattspyrnu var lagður niður, fótbolta strákarnir féllu niður um deild síðastliðið sumar og þónokkrar leiðinda fréttir af handboltastelpunum þá gleðst ÍBV hjartað mitt heldur betur núna.

Ég fór nú á þennan leik áðan og peyjarnir stóðu sig bara mjög vel, gaman að sjá liðið nánast fullskipað heimamönnum, góða stemmning í kringum liðið og eyjamenn sem gerðu sér ferð út í Krika til að styðja við bakið á strákunum.

Er ekki við hæfi að enda færsluna á ÁFRAM ÍBV ? 


mbl.is ÍBV upp í úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klöppum fyrir.....

Klöppum fyrir samgöngum milli lands og eyja.... Þær eru frábærar....

Afhverju ætli eyjamenn vilji bættar samgöngur ???

hmmm....  


mbl.is Herjólfur fer ekki seinni ferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300

Var að koma af myndinni 300 og hún er vægast sagt snilld

Ótrúlega töff, fyndin, maður er alltaf spenntur og svo er hún alveg þokkalega sexy...

Bardagaatriðin eru ótrúlega flott, skrítnar skepnur, vel sagt frá o.sv.fr. 

Gerard Butler fer með hlutverk Leonídasar konungs og það er eitthvað við þennan skoska hreim og þetta karlmannlega útlit sem að gerir það að verkum að maðurinn er fáránlega seiðandi....

Ég mæli eindregið með þessari mynd og hún fer klárlega í topp 5 !!! 


Úje....

Rosalega er gaman þegar liðinu manns gengur vel Grin

Undanúrslit í enska bikarnum...

Fjórðungsúrslit í meistaradeildinni....

Efstir í ensku úrvalsdeildinni....

Já þetta er mér að skapi, svo er líka gaman að sjá menn eins og Alan Smith spila fyrir rauðu djöflana aftur..... gott að kallinn sé að koma til baka !!! 


mbl.is Manchester United vann og mætir Watford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að sjá Atla í hópnum

Mér finnst alveg rosalega skemmtilegt að sjá Atla Jóh. í landsliðshópnum. Strákurinn hefur verið megin stoð ÍBV síðustu ára og þó hann hafa sagt skilið við klúbbinn gerði hann það í góðu. Og þó hann sé í KR er hann flottur strákur....

Vonandi að þetta sé það sem koma skal hjá landsliðum Íslands, þ.e að gefa nýjum leikmönnum tækifæri á að sanna sig. Hefur reynst vel hjá konunum og nú eru 2 nýliðar í karlahópnum.


mbl.is Tveir nýliðar í landsliðshópi Eyjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin í moggaveldið

Var orðin svo leið á því veseni að kommenta þegar maður er ekki skráður notandi og svo finnst mér svo gaman að deila skoðunum mínum á hlutunum.

Þeir sem furða sig á því að ég skuli titla mig sem femínista hér á síðuna, þá skil ég það vel. Hingað til hef ég ekki getað það en það var áður en ég fann skoðanna systkini mín á http://feministi.blog.is

Skrifa meira í næstu færslu.....


« Fyrri síða

Um bloggið

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag

Höfundur

María Guðjóns
María Guðjóns
Pysja með meiru...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • skotland-egyptaland-noregur 050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband