16.6.2007 | 17:06
Áfram stelpur !!!
Það er svo ótrúlega skemmtilegt að sjá hinn sanna íslenska baráttuanda hjá landsliði. Eitthvað sem hefur varla sést hjá karlalandsliðinu í síðustu leikjum.
Þessi leikur var annars fínn, þótt Frakkarnir hafi verið meira með boltann og oft á tíðum beittari var þetta verðskuldaður sigur hjá stelpunum. Vörðustu vel, Ásta og Sif áttu góðan leik þó að þær hefðu mátt vera yfirvegaðari í tímum, Þóra stóð sig vel að vanda, Dóra María kom mjög sterk inn og Margrét Lára stendur auðvitað alltaf fyrir sínu.
Sigurinn hefði getað orðið stærri, Dóra María átti flott skot sem sleikti þverslánna og Margrét hefði átt að fá víti undir lokin, en ég tek undir með Sigga Ragga að þessi leikur hefur litla þýðingu ef stelpurnar ná ekki að sigra Serbana á fimmtud.
Því hvet ég alla til að fjölmenna á fimmtudagsleikinn gegn Serbum, stelpurnar eiga það skilið eftir daginn í dag !!!
Ísland sigraði Frakkland 1:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 12:55
Yndislega eyjan mín !
Bloggið hefur ekki verið úber aktívt síðustu daga enda skólinn búinn og yndislegt sumar tekið við.
Ef ég hafði efasemdir um að eyða sumrinu í Eyjum eru þær með öllu horfnar. Þetta er yndislega frábært
Ég vinn úti í sólinni allan daginn með yndislegum stelpum, kem heim í mat til mömmu, slappa af og fer svo á fótboltaæfingu. Kvöldin fara svo í rúnt með stelpunum, heimsókn til ömmu o.fl ! Nú hef ég tíma til að lesa allar bækurnar sem hafa sitið á hakanum í vetur en þær eru ófáar og njóta lífsins bara.
Vestmannaeyjar eru algjörlega að gera sig þessa dagana! Vonandi að veðrið verði svona gott næstu helgi, þegar vökuliðar ætla að kíkja í heimsókn. Við Berglind erum búnar að vera grúska ýmislegt fyrir þessa ferð og gott veður á eftir að toppa þetta allt saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 01:38
Bakkus og ég....
Eigum átt í mjög góðu sambandi undanfarin ár en undanfarið hefur hann verið að svíkja mig... Um helgina gekk hann svo alltaf langt....
- Hann sendi mig í sandkassaleik
- Hann lét mig fara á KFC í gulum fötum
- Hann lét mig taka staup, vera með í vörinni, reykja og þamba bjór allt á einni mínútu....
- Hann lét mig lýsa yfir ást minni á serbnesku söngkonunni í eurovision (úff)
- Hann lét mig vakna einn daginn með þessa orð rituð á handlegginn "Tighter than a mouse's baby ear" Ef einhver getur úskýrt þetta fyrir mér væri það mjög gott....
- Hann lét mig senda sms og hringja í fólk sem ég vildi ekki tala við...
- Hann lét mig skrifa ástarbréf með varalitnum mínum
- Hann lét mig neyða Reyni til að gera hluti... - Sorry Reynir
- Hann gerði mig að versta gestgjafa í heiminum...
- Þetta er allra verst..... ég hef bara 2 orð til að lýsa þessu
"Woody Allen"
Útskýringuna er að finna ef þið smellið á myndina....
Btw..... legg til að video verði bönnuð þegar leiðir okkar bakkusar liggja saman !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2007 | 01:18
Hún rís úr sumar sænum í silkimjúkum blænum, með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey.
Í dag flyt ég aftur á paradísareyjuna í suðri....
Það verður gott að búa á hótel mömmu í smá tíma Í sumar ætla ég m.a að ganga á fjöll, lesa bækur, spila á píanóið mitt, læra betur í gítar, æfa fótbolta, gera kvikmynd, læra á tuðruna hans pabba, fara í lunda, tína söl, halda bænum blómlegum og njóta þess að vera HEIMA í eyjum. Því þar er jú yndislegt að vera......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2007 | 14:42
Besta meðalið....
Hlátur er án efa mesta meðalið.....
Og Blades of glory er ávísun á hlátur Ég og Þorgils hlógum endalaust á þessari mynd og mæli ég hiklaust með henni.... !!! Will Farell og Jon Heder eru snillingar, sbr. Leigusalann Pearl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 14:09
Fimmtudagurinn 10.maí
Eurovision party
1 dagur í stelpuhitting
2 dagar í eurovision, sýningu LHÍ og kosningar - úff.... vona að Ísland vinni !!!
4. dagar í eyjuna mína !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 12:50
Réttu upp hönd ef...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 00:20
Besta landkynningin....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.5.2007 | 21:29
Jarðarför
Í kvöld fór ég í jarðarför, hún var með eindæmum sorgleg. Ég var sár og bitur, og spurði afhverju ? hvernig gat þetta gerst ? afhverju er lífið svona ósanngjarnt ? Hvernig getur fólk gert svona hluti ?
Ég á eftir að jafna mig á endanum, en það verður ekki alveg strax !!!
Það var jú verið að jarða Manchester United
AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2007 | 22:07
Snilldar kvöld fyrir íþrótta-adrenalínsfíkla !!!
Já maður fékk heldur betur sinn skammt af spennu í kvöld
Hreint ótrúlegt að Logi Ólafs og Hemmi Gunn hafi báðir spáð þessum úrslitum ! En miðað við hvernig leikurinn spilaðist átti Liverpool sigurinn skilið, svo er bara vonandi að þeir mæti Man.Utd í Aþenu. Algjör óþarfi að endurtaka úrslitaleikinn 2005, þó hann hafi auðvitað verið með skemmtilegri leikjum sögunnar.
En ég átti samt svolítið erfitt með mig þegar leið á leikinn, það var nefninlega verið að sýna frá deildabikar kvenna í handbolta á stöð 1 og þar var spennan ekki minni. Ótrúlega hraður og spennandi leikur. Stjarnan sem hafði verið undir allan leikinn, 5 mörkum þegar mest var, náði að komast yfir á loka mínútunum og vinna með einu marki.
Já íþrótta-spennufíkillinn í mér er heldur betur sáttur í kvöld
Svo er það bara ÁFRAM MAN.UTD annað kvöld !!!
Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
Tenglar
Favorites
- Eyjafréttir
- Fótbolti.net
- Vefritid
- Deiglan
- VAKA mín Vaka Félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- Pysjurnar Vinkonurnar úr eyjum