Snilldar kvöld fyrir íþrótta-adrenalínsfíkla !!!

Já maður fékk heldur betur sinn skammt af spennu í kvöld Grin

Hreint ótrúlegt að Logi Ólafs og Hemmi Gunn hafi báðir spáð þessum úrslitum ! En miðað við hvernig leikurinn spilaðist átti Liverpool sigurinn skilið, svo er bara vonandi að þeir mæti Man.Utd í Aþenu. Algjör óþarfi að endurtaka úrslitaleikinn 2005, þó hann hafi auðvitað verið með skemmtilegri leikjum sögunnar.

En ég átti samt svolítið erfitt með mig þegar leið á leikinn, það var nefninlega verið að sýna frá deildabikar kvenna í handbolta á stöð 1 og þar var spennan ekki minni. Ótrúlega hraður og spennandi leikur. Stjarnan sem hafði verið undir allan leikinn, 5 mörkum þegar mest var, náði að komast yfir á loka mínútunum og vinna með einu marki.

Já íþrótta-spennufíkillinn í mér er heldur betur sáttur í kvöld

Svo er það bara ÁFRAM MAN.UTD annað kvöld !!! 


mbl.is Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegur sigur - ótrúlega sanngjarn og svo sætur !!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:28

2 identicon

Jeejeeijeii :) Bara snilld. Já ég hugsa að það yrði bara geggjað að fá Utd.!! Ekki það að ég haldi að það sé léttara! Þvert á móti ég er drulluhrædd við þetta lið eins og það er að spila í dag! Væri bara snilld :)

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:47

3 identicon

Frábær leikur og frábær úrslit! Vona að United komist svo í úrslitin því að það verður gaman að vinna þá;)

Lárus Gauti (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:54

4 identicon

Úff það má ekki vera með svona yfirlýsingar ég segi frekar : Það yrði gaman að vinna þá! :)

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 08:54

5 Smámynd: María Guðjóns

Ef Liverpool ynni Man.Utd.... þá yrði erfitt að umgangast Liverpool aðdáendur í LANGAN tíma !!!

Það var nógu erfitt eftir að þeir unnu meistaradeildina 2005 og þá voru þeir ekki einu sinni að keppa við Man.Utd !!! 

María Guðjóns, 2.5.2007 kl. 12:25

6 identicon

Haha ég segi nú bara sömuleiðis! Ég myndi að minnsta kosti blocka Aron á msn og ekki svara símtölum frá honum í einhvern tíma.. hehe

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag

Höfundur

María Guðjóns
María Guðjóns
Pysja með meiru...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • skotland-egyptaland-noregur 050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband